nóvember 06, 2005
Bloggleysi
Einkennilegt þegar koma upp svona tímabil þar sem allt mögulegt er að gerast, bæði gott og slæmt, en ekkert af því er þess eðlis að það eigi heima á bloggsíðunni. Þannig tímabil stendur yfir þessa dagana.
Undantekning er þó bráðskemmtilegt afmæli sem við hjónin fórum í í gærkvöldi, mikið sungið og dansað, fjölskyldan öll á kafi í tónlist af ýmsu tagi. Engir aðfengnir skemmtikraftar tróðu upp, en nóg var samt. Bestur fannst mér trommuleikarinn, 10 ára gutti, sem spilaði með hinum ýmsu hljóðfæraleikurum sem sáu um dansmúsíkina. Pjakkurinn trommaði allan tímann og ég heyrði aldrei feiltakt.
Í dag kom svo stór hluti Bugðulækjarfjölskyldunnar í heimsókn, ásamt ágætum hjónum frá Egilsstöðum. Bara gaman að sjá framan í þau.
Undantekning er þó bráðskemmtilegt afmæli sem við hjónin fórum í í gærkvöldi, mikið sungið og dansað, fjölskyldan öll á kafi í tónlist af ýmsu tagi. Engir aðfengnir skemmtikraftar tróðu upp, en nóg var samt. Bestur fannst mér trommuleikarinn, 10 ára gutti, sem spilaði með hinum ýmsu hljóðfæraleikurum sem sáu um dansmúsíkina. Pjakkurinn trommaði allan tímann og ég heyrði aldrei feiltakt.
Í dag kom svo stór hluti Bugðulækjarfjölskyldunnar í heimsókn, ásamt ágætum hjónum frá Egilsstöðum. Bara gaman að sjá framan í þau.