nóvember 09, 2005
"Frágáfa"
Í Kastljósi kvöldsins var sagt oftar en einu sinni, að tiltekin stúlknahljómsveit væri "að gefa frá sér" aðra hljómplötu. Hvaða "frágáfufyrirtæki" skyldi eiga í hlut ?
Blóm gefa frá sér ilm, en hljómsveitir GEFA ÚT plötur eða diska !!
Ég velti því stundum fyrir mér - hvaða tungumál er fólk farið að tala ?
Fyrir nokkrum árum þótti drepfyndið að segja að eitthvað kæmi "eins og þjófur úr heiðskíru lofti". Nú fattar fólk ekki einu sinni brandarann.
Blóm gefa frá sér ilm, en hljómsveitir GEFA ÚT plötur eða diska !!
Ég velti því stundum fyrir mér - hvaða tungumál er fólk farið að tala ?
Fyrir nokkrum árum þótti drepfyndið að segja að eitthvað kæmi "eins og þjófur úr heiðskíru lofti". Nú fattar fólk ekki einu sinni brandarann.