<$BlogRSDURL$>

nóvember 10, 2005

Á leið í borgina 

Ég er að fara til Reykjavíkur á eftir, en eins og staðan er núna, er ekki víst að verði flogið vegna þoku. "Maður sér varla milli augna sér", eins og Frissi í Skóghlíð sagði hér um árið.
Frissi er skrifaður fyrir mörgum svona frösum. Hann á að hafa sagt einhvern tíma: "Ja, nú kann ég ekki mann þekkja ef þetta er ekki hann lausaleikstengdapabbi minn" ! Þar var kominn faðir barnsmóður Frissa.
Einhvern tíma var líka Frissi að vinna niðri á fjörðum og hringdi heim í Skóghlíð og bað konuna að senda sér rakstrarvélina. Hún fór að velta fyrir sér einhverjum stórum flutningstækjum, sem auðvitað var óþarfi. Frissi var ekki að tala um rakstrarvél, heldur rakvél.
Og sumir fyllyrða að hann hafi einhvern tíma sem oftar velt bílnum sínum og brotið aðra hliðarrúðuna. Hann hringdi þá í bílaumboðið til að panta nýja rúðu. Umboðið vildi vita hvor rúðan væri brotin. Frissi leit út um gluggann á bílinn og svaraði: "Það er Austurglugginn" !
Í dag er gefið út blað á austurlandi sem heitir Austurglugginn, en hvort eitthvert samhengi er þar á milli, veit ég ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?