nóvember 30, 2005
Sófi
Ég keypti mér nýjan sófa í gær. Hef ekki keypt sófa síðan núverandi sófasett var keypt notað af bræðrunum Baldri og Braga árið 1990 eða 1991. Þeir voru þá búnir að eiga settið í meira en tíu ár og það var á því einn lítill blettur, sem "helvítið hann Siggi skildi eftir þegar hann kom einu sinni fullur og grútskítugur" eins og Bragi sagði. Gamla settið fær nýtt hlutverk á nýjum stað þar sem menn hugsa meira um andann en efnið.
Nýi sófinn kemur annað kvöld. Spennandi að sjá hvernig hann passar í stofuna.
Nýi sófinn kemur annað kvöld. Spennandi að sjá hvernig hann passar í stofuna.