desember 08, 2005
Hálka dauðans
Það var skelfilegt að keyra í vinnuna í morgun. Það var svo hált að ég hélt stundum að ég færi bara þráðbeint útaf. Verð að láta skoða þessa nagla í dekkjunum hjá mér ef þetta verður svona áfram. Það voru a.m.k þrír stórir bílar í vegkantinum, annaðhvort að setja á keðjur eða sátu og biðu eftir einhverju. Misvel útbúnir greinilega. Rétt fyrir innan Egilsstaði mætti ég svo tæki frá Vegagerðinni sem var að rispa upp svellið og vonandi hafa þeir vit á að sandbera í kjölfarið. Annars á einhver eftir að lenda í veseni - það er ljóst.
Jólaundirbúningurinn fer hægt af stað hjá mér eins og venjulega. Er samt búin að baka döðlubrauð, en þykist reyndar vita að það verði uppétið fyrir jól, ef að vanda lætur. Gerir ekkert til - baka bara meira.
Jólaundirbúningurinn fer hægt af stað hjá mér eins og venjulega. Er samt búin að baka döðlubrauð, en þykist reyndar vita að það verði uppétið fyrir jól, ef að vanda lætur. Gerir ekkert til - baka bara meira.