desember 17, 2005
Minning
Þann 17. desember 1955 fæddist bróðir minn, Sigurður Þórarinn. Hann fórst af slysförum tæplega 27 ára gamall og lét eftir sig konu og þrjú börn.
Í dag hefði hann átt fimmtugsafmæli.
Bróðir
Í óravíddum himins
blika augu þín
meðal stjarnanna.
Fylgjast með okkur
sem ennþá dveljum
þar sem áður varstu sjálfur.
Vinur minn og bróðir,
í mínum augum
betri en allir aðrir.
Orðfár og dulur
en alltaf þó
í augunum glettið blik.
Óvænt brottför þín
úr þessum heimi
skildi eftir tóm,
spurningu án svars,
Hvað ef þú
hefðir ekki dáið ?
Ég vona, bróðir
að þú brosir við mér
þegar við hittumst
meðal stjarnanna
heil að nýju
í heimi friðar.
Í dag hefði hann átt fimmtugsafmæli.
Bróðir
Í óravíddum himins
blika augu þín
meðal stjarnanna.
Fylgjast með okkur
sem ennþá dveljum
þar sem áður varstu sjálfur.
Vinur minn og bróðir,
í mínum augum
betri en allir aðrir.
Orðfár og dulur
en alltaf þó
í augunum glettið blik.
Óvænt brottför þín
úr þessum heimi
skildi eftir tóm,
spurningu án svars,
Hvað ef þú
hefðir ekki dáið ?
Ég vona, bróðir
að þú brosir við mér
þegar við hittumst
meðal stjarnanna
heil að nýju
í heimi friðar.