<$BlogRSDURL$>

janúar 06, 2005

London í næstu viku ! 

Ég er að fara til london í næstu viku - á ráðstefnu. Er ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá, var ákveðið og frágengið svona "hvissbang", eins og Björninn minn orðar það.
Annars eru hlutirnir að færast til hversdagsleikans, Björninn minn kominn heim og byrjaður í skólanum, frumburðurinn farinn að mæla fyrir álveri á Reyðarfirði og kemur trúlega lítið heim fyrr en í næstu viku, en þá verð ég farin til London og hann farinn næsta tíu daga úthald þegar ég kem heim aftur. Bóndinn baslar í sinni vinnu og pólitík og ég er að afkasta heilmiklu í vinnunni þessa dagana. Langt komin að endurskrifa handbók með forriti sem við skrifuðum og vorum að endurbæta. Á eftir að taka hjálparvefinn og endurgera hann miðað við síðustu breytingar.Þarf að hitta væntanlega kaupendur á föstudag og sýna þeim hvernig forritið virkar. Uppsetning í einu fyrirtæki og námskeið í tveimur fyrirtækjum þegar ég kem heim. Þarf helst að klára það dæmi allt fyrir mánaðarmót.
Nóg að gera - sem er gott !

janúar 02, 2005

Afmælisbarn og eldur ! 

Ekki megum við bregða okkur af bæ án þess að eitthvað gerist. Við fréttum áðan að það hefði kviknað í kyndiklefanum í næsta húsi örfáum tímum eftir að við fórum á Norðfjörð. Fjölskyldunni tókst að slökkva eldinn áður en illa fór, en ekki mátti miklu muna.

Og svo á Danni bróðir minn afmæli í dag. Til hamingju með það, bróðir sæll !


Gleðilegt ár ! 

Aldrei þessu vant vorum við ekki heima hjá okkur um áramótin, heldur hjá foreldrum mínum á Norðfirði. Ágætis tilbreyting það. Við komum svo heim í gær og hefðum ekkert mátt vera mikið seinna á ferðinni, því veðrið versnað hratt og hálkan var skelfileg á Fagradal og hér á milli Egilsstaða og Hallormsstaðar. Rétt eins og einhver hefði vandað sig sérstaklega við að hylja hverja örðu á veginum með ísingu. Þarf að gefa mér góðan tíma á leið til vinnu á morgun.

Ykkur sem lesið bloggið mitt, og ég veit að töluvert margir kíkja hér inn reglulega án þess að skilja eftir skilaboð, óska ég farsældar á nýju ári og þakka skemmtileg samskipti á því liðna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?