janúar 29, 2005
Glamour-kvöld
Í gærkvöldi hittumst við nokkrar konur á "Glamourkvöldi", sem þýðir einfaldlega að við komum saman með þorrablótsdressin og skartgripina, mátum, skiptumst á góðum ráðum, skartgripum og jafnvel fötum. Einnig er aðeins bragðað á rauðvíni, bjór eða öðrum léttum drykkjum, svona rétt til að komast í stuð.
Kvöldið í gær skilaði miklum árangri. Allar fóru með eitthvað heim sem fengið hafði verið að láni hjá einhverri annarri, skartgrip, topp, jakka eða veski. Og okkur leiddist ekki neitt, ég segi það alveg satt.
Í kvöld verður síðan safnast saman hérna hjá mér, áður en lagt verður af stað á blót. Svenni rútubílstjóri, sem kemur á hverju ári til að keyra okkur og kemst í staðinn með á blótið, mætir á rútunni rétt fyrir 7 og ekur okkur í félagsheimilið Iðavelli. Hann sér svo um að koma okkur heim að blóti loknu.
Verst að Kristín er ekki komin frá Reykjavík, ekki búið að fljúga enn, en við höldum enn í vonina. Það er töluvert eftir af deginum enn og það er að lægja.
Kvöldið í gær skilaði miklum árangri. Allar fóru með eitthvað heim sem fengið hafði verið að láni hjá einhverri annarri, skartgrip, topp, jakka eða veski. Og okkur leiddist ekki neitt, ég segi það alveg satt.
Í kvöld verður síðan safnast saman hérna hjá mér, áður en lagt verður af stað á blót. Svenni rútubílstjóri, sem kemur á hverju ári til að keyra okkur og kemst í staðinn með á blótið, mætir á rútunni rétt fyrir 7 og ekur okkur í félagsheimilið Iðavelli. Hann sér svo um að koma okkur heim að blóti loknu.
Verst að Kristín er ekki komin frá Reykjavík, ekki búið að fljúga enn, en við höldum enn í vonina. Það er töluvert eftir af deginum enn og það er að lægja.
janúar 28, 2005
"Mamma mín er tölvunörd !"
Þetta hefur yngri sonur minn haft á hraðbergi undanfarin ár. Afsökun fyrir því að reyna ekki að leysa tölvuvandræði á eigin spýtur, brandari og kannski eitthvað fleira. Þess vegna stóðst ég alls ekki mátið að taka nördaprófið. Niðurstaðan er líka afgerandi:
janúar 27, 2005
Bloggleti
Ég held að ég ætti að fara að hætta þessu bloggveseni. Það er liðin næstum vika síðan síðast - er það ekki merki um ákveðna þreytu ?
Ég gef það mér til afsökunar að það er búið að vera mikið að gera hjá mér í vinnunni og einhvern veginn hef ég ekkert að segja þegar kemur að bloggi.
Var að vinna á Eskifirði í fyrradag og verð þar aftur á morgun, er þakklát fyrir góða veðrið - munar öllu að hafa auða vegi á leið milli staða á þessum árstíma.
Svo er það líkamsræktin, ef ég er á Egilsstöðum, þá fer ég í ræktina í hádeginu. Þó ég nái yfirleitt ekki nema ca. 45 mínútum í hvert sinn, er það ágætt ef ég fer nógu oft. Og nú fer að sjá til sólar í skóginum á morgun eða hinn. Þá verður skellt í pönnukökur að gömlum og góðum sið, til að fagna sólinni.
Þorrablót Vallamanna verður á laugardagskvöld og þangað fer ég ásamt bóndanum og sonunum báðum. Hlakka mikið til að sjá hvað sveitungar mínir hafa fundið til að gera grín að þetta árið. Veðja á að bóndinn fái sinn skammt og kannski ég líka. En það er bara gaman að því.
Best að gefa þessu bloggi líf aðeins lengur, sé til eftir blót hvort ég held áfram.
Ég gef það mér til afsökunar að það er búið að vera mikið að gera hjá mér í vinnunni og einhvern veginn hef ég ekkert að segja þegar kemur að bloggi.
Var að vinna á Eskifirði í fyrradag og verð þar aftur á morgun, er þakklát fyrir góða veðrið - munar öllu að hafa auða vegi á leið milli staða á þessum árstíma.
Svo er það líkamsræktin, ef ég er á Egilsstöðum, þá fer ég í ræktina í hádeginu. Þó ég nái yfirleitt ekki nema ca. 45 mínútum í hvert sinn, er það ágætt ef ég fer nógu oft. Og nú fer að sjá til sólar í skóginum á morgun eða hinn. Þá verður skellt í pönnukökur að gömlum og góðum sið, til að fagna sólinni.
Þorrablót Vallamanna verður á laugardagskvöld og þangað fer ég ásamt bóndanum og sonunum báðum. Hlakka mikið til að sjá hvað sveitungar mínir hafa fundið til að gera grín að þetta árið. Veðja á að bóndinn fái sinn skammt og kannski ég líka. En það er bara gaman að því.
Best að gefa þessu bloggi líf aðeins lengur, sé til eftir blót hvort ég held áfram.