febrúar 11, 2005
Félagslífið í blóma !
Í gærkvöldi var bankað upp á hjá mér og þegar ég dróst til dyra, hálfsofandi, mættu mér trúður og spædermann á leið á grímuball. Þeir vildu endilega draga mig með svo ég smellti mér í lopapeysu og gallabuxur, ullarsokka og skítugu vinnuskóna af birninum, tóbaksklút um hálsinn, dálítið af gráum lopa sem hár og derhúfa með eyrnahlífum á hausinn, baggaspotti í beltisstað og þar með var gamli bóndinn lagður af stað á ball.
Í kvöld er svo "Neyðarfundur hjá Gleðikvennafélagi Vallahrepps". Tilefnið er nærvera einnar af elstu félögunum, sem heiðrar nú hreppinn forna með nærveru sinni.
Í kvöld er svo "Neyðarfundur hjá Gleðikvennafélagi Vallahrepps". Tilefnið er nærvera einnar af elstu félögunum, sem heiðrar nú hreppinn forna með nærveru sinni.
febrúar 10, 2005
Pest ...
.. af ókunnum uppruna hefur hrjáð mig undanfarna daga. Ekki fuglaflensa, því þá væri ég sennilega höfð í einangrun einhvers staðar. Er samt komin í vinnuna, en hef verið brattari, verður að segjast eins og er.
Björninn minn fékk leyfi til að fara til Eyja og eyða þar opnum dögum - áfangastjórinn sagðist ekki vilja standa í vegi fyrir ástinni - og gaf leyfið.
Frumburðurinn kom heim seint í gærkvöldi og flaug suður til Reykjavíkur í dag. Ætlar að eyða helginni í að samfagna eða samhryggjast félögum sínum, sem eru í framboði til Stúdentaráðs. Kemur væntanlega heim aftur um helgina.
Góðir gestir úr höfuðborginni komu við hjá mér í gærkvöldi og eiga örugglega eftir að koma við nokkrum sinnum áður en þau fara suður aftur á sunnudag.
Talaði við pabba áðan, hann er að þrjóskast við að heimta sólarkaffi, þó sólin hafi sést á bolludag og hann örugglega fengið nóg af rjóma og bakkelsi þann daginn.
Hann ætlar ekki að linna látum fyrr en hann fær sólarkaffið, sem að líkindum verður þá því betur úti látið sem sólin er hærra á lofti.
Björninn minn fékk leyfi til að fara til Eyja og eyða þar opnum dögum - áfangastjórinn sagðist ekki vilja standa í vegi fyrir ástinni - og gaf leyfið.
Frumburðurinn kom heim seint í gærkvöldi og flaug suður til Reykjavíkur í dag. Ætlar að eyða helginni í að samfagna eða samhryggjast félögum sínum, sem eru í framboði til Stúdentaráðs. Kemur væntanlega heim aftur um helgina.
Góðir gestir úr höfuðborginni komu við hjá mér í gærkvöldi og eiga örugglega eftir að koma við nokkrum sinnum áður en þau fara suður aftur á sunnudag.
Talaði við pabba áðan, hann er að þrjóskast við að heimta sólarkaffi, þó sólin hafi sést á bolludag og hann örugglega fengið nóg af rjóma og bakkelsi þann daginn.
Hann ætlar ekki að linna látum fyrr en hann fær sólarkaffið, sem að líkindum verður þá því betur úti látið sem sólin er hærra á lofti.
febrúar 07, 2005
...og horfinn aftur !
Snjórinn er farinn aftur eftir rok og rigningu næturinnar. Vonandi að fyrrverandi sveitungar mínir í Norðfirði hafi ekki fokið, en mér sýnist að þar hafi orðið býsna hvasst.
Þorrablótið í Skriðdal var mjög skemmtilegt, söngstjórinn og veislustjórinn eins og eineggja tvíburar - báðir skemmtilegir. Dansaði svo mikið að ég var alveg búin í fótunum um þrjúleytið. Fórum við því óvenju snemma heim, eða rétt fyrir kl. 4. Þá var enn allt á fullu í dansi og skemmtan.
Ég held að ég fari ekki á fleiri þorrablót þetta árið. Það er náttúrulega bara aumingjaskapur. Tengdafaðir minn náði því einu sinni að fara á átta þorrablót á sama þorranum, föstudag og laugardag fjórar helgar í röð, og hann hefur aldrei verið þekktur fyrir neina hógværð eða hálfkák ef hann hefur verið að skemmta sér á annað borð.
Þorrablótið í Skriðdal var mjög skemmtilegt, söngstjórinn og veislustjórinn eins og eineggja tvíburar - báðir skemmtilegir. Dansaði svo mikið að ég var alveg búin í fótunum um þrjúleytið. Fórum við því óvenju snemma heim, eða rétt fyrir kl. 4. Þá var enn allt á fullu í dansi og skemmtan.
Ég held að ég fari ekki á fleiri þorrablót þetta árið. Það er náttúrulega bara aumingjaskapur. Tengdafaðir minn náði því einu sinni að fara á átta þorrablót á sama þorranum, föstudag og laugardag fjórar helgar í röð, og hann hefur aldrei verið þekktur fyrir neina hógværð eða hálfkák ef hann hefur verið að skemmta sér á annað borð.