<$BlogRSDURL$>

mars 24, 2005

Komin í samband - loksins ! 

Jæja, það hafðist !
Netsambandið er komið í gang heima hjá mér - eftir mikið bras og tilfæringar. Við vorum búin að rífa allt niður og prófa og ekkert virtist bilað. Samt náðist ekkert samband. Ég fékk svo lánaðar græjur til að skipta út og þá small allt inn. Tóm hamingja að þurfa ekki að gera skattaskýrsluna gegnum símalínu, geta bloggað, lesið moggann, póstinn sinn og vafrað um vefinn á þokkalegum hraða. Hvernig nennti maður þessu eiginlega áður fyrr ?
Svo er Síminn búinn að lofa að setja upp ADSL hérna í lok ársins og þá breytast vonandi hlutirnir eitthvað.

Körfuboltalið Hattar á Egilsstöðum er komið í úrslit í 1. deild karla. Þeir eiga eftir að keppa um sæti í úrvalsdeild við Val. Útileikur 1. apríl, heimaleikur 3. apríl og oddaleikur 5. apríl ef til þess kemur. En það væri bara best að vinna útileikinn og klára svo dæmið í heimabyggð !!

Þeir unnu sem sagt oddaleik gegn Stjörnunni í gærkvöldi 100-74 - fullt hús af áhorfendum og frábær stemming í salnum.

mars 21, 2005

Sjaldan er ein báran stök ! 

Þegar ein kýrin mígur, er annarri mál !

Og svo framvegis. Netsambandið heima hjá mér datt út fyrir helgi. Þar sem ég setti það upp að mestu leyti sjálf, get ég ekki hringt í neinn og skammast, heldur varð ég að fara í að prófa tæki, loftnet og leiðslur til að finna bilunina. Því ferli er enn ekki lokið og ég hef bara upphringisamband á símalínu þessa dagana.

Í gær neitaði svo prentarinn minn að virka og stuttu seinna fór heimilistölvan að frjósa án afláts.

Heimilistölvan var tekin með hingað á verkstæðið og verður vonandi kíkt á hana á eftir en prentarinn verður látinn bíða enn um sinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?