<$BlogRSDURL$>

apríl 18, 2005

Gagnagrunnurinn kominn upp !! 

Undanfarnar 10 vikur, eða síðan um miðjan janúar, hef ég verið að búa til og setja upp gagnagrunn. Hann er að því leyti frábrugðinn öðrum sem ég hef unnið að áður að hann er tengdur við Landupplýsingakerfi og geymir kort og loftmyndir auk annarra upplýsinga. Í honum eru hátt í hundrað töflur, vel á annað hundrað venslaklasar og tengingar, auk ýmislegs annars. Hann á í framtíðinni að nýtast 800 - 1000 notendum sem tengjast honum gegnum Internetið og skrá og sækja gögn í hann. Það verður reyndar ekki alveg strax, því enn er verið að byggja ofan á hann. En, ef ég væri að byggja hús, væri ég núna búin að steypa plötuna.

Þar sem við vinnufélagarnir ásamt mökum erum að fara til London eftir 2 daga, finnst mér alveg frábært að hafa náð að klára þennan áfanga.
Skrítið, ég var einmitt nýkomin frá London þegar ég byrjaði þessa vinnu.

Nú taka við gagnaskráningar og prófanir á þessum sama grunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?