<$BlogRSDURL$>

maí 07, 2005

Af appelsínum og álfkonum 

Hvað er þetta með appelsínur og álfkonur ??? OK, þetta þarfnast útskýringa.
Fyrir nokkrum árum fékk vinur minn og fyrrum nágranni þá hugmynd að semja lygasögur um fólk, myndskreyta þær og láta síðan fórnarlambið kvitta og staðfesta að allt sé satt og rétt.
Mín lygasaga hangir innrömmuð upp á vegg hjá mér en þið getið skoðað hana hér.

maí 04, 2005

Opin bók !! 

Verð að gera eins og hinir !

Þekkirðu mig ?

Taktu prófið !
Hvernig gekk ?

maí 02, 2005

Rauðir dagar ! 

Það er frekar fúlt þegar 1. maí og aðra slíka "rauða daga" ber upp á helgi. Enn fúlla finnst mér þegar maður verður veikur seinnipart á föstudegi og endar í að liggja í bælinu alla helgina en vera svo orðin slarkfær á mánudagsmorgni. Þetta var hvort tveggja raunin hjá mér um helgina. Finn það svo greinilega núna að sennilega hefði ég bara átt að vera heima í dag. Heilsan engan veginn nógu góð.

Talandi um rauða daga:
Þegar ég var að alast upp í Norðfjarðarsveit, rétt eftir miðja síðustu öld, var það til siðs að borða heitan mat í hádeginu og ekki bara það, heldur var alltaf tvíréttað. Fyrst var fiskur eða kjöt og síðan eftirréttur. Súpa, ef kjöt var í aðalrétt, en gjarnan matarmeiri grautur á eftir fiskinum.
Einhvern tíma á 1. maí, var soðin ýsa og rabbabaragrautur á matseðlinum. Rétt fyrir matinn varð uppi fótur og fit því einhver af okkur krökkunum sá undarlegan fugl úti í garði. Það var brandugla, sem í þá daga var sjaldlséður fugl hérlendis. Þegar mamma fór svo að klára matseldina, varð henni það á að setja matarlitinn í vitlausan pott. Við fengum því bleika ýsu í matinn þann daginn.

En þetta var nú svona útúrdúr. Huggun harmi gegn að fá uppstigningadag og annan í hvítasunnu fljótlega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?