<$BlogRSDURL$>

ágúst 05, 2005

Föstudagur 

Þá er vinnuvikan að verða búin. Helgin framundan með vonandi aðeins skárra veðri svo við í hinu ágæta Gleðikvennafélagi Vallahrepps getum farið í gönguferð á morgun, annað hvort út í Stórurð eða í dal sem heitir Hjálpleysa og er upp af Grímsárvirkjun í Skriðdal. Það lítur út fyrir austanátt á morgun og því öllu líklegra að við förum í Hjálpleysuna.
Í Hjálpleysu er Valtýshellir, en þar leyndist "Valtýr á grænni treyju" sem sagt er frá í samnefndri þjóðsögu.

Og nú eru aðeins 6 dagar þar til við förum til Þýskalands.

ágúst 03, 2005

Örblogg 

8 dagar til brottfarar - timinn lidur hægt !

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia


Örblogg 

Fyrsta SMS Bloggið

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia


ágúst 02, 2005

Eftir helgina .. 

Föstudagur: Norðfirðingakvöld - gaman að því !
Laugardagur: Heim, sólbað og leti, notalegt !
Sunnudagur: Sólbað, gönguferð, þvottur, dálítil leti !
Mánudagur: Þvottur, almenn leti og afslöppun ! Frumburðurinn kom heim frá Noregi.
Þriðjudagur: Vinna !

Og nú eru 9 dagar í Þýskalandsferð og 144 dagar til jóla !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?