september 09, 2005
Kvein úr Seðlabankanum !
"Enn einn aflóga stjórnmálamaðurinn gerður að bankastjóra", kveinaði einn af fyrrverandi stjórnarformönnum Seðlabankans, án þess að láta nafns síns getið. Eins gott fyrir hann, ekki víst að hann hefði orðið mikið eldri annars.
Aumingja Davíð, þetta eru kveðjurnar sem hann fær, þegar hann ætlar loksins að fara að haga sér eins og hann er í raun og veru að eigin sögn: Latur !
Aumingja Davíð, þetta eru kveðjurnar sem hann fær, þegar hann ætlar loksins að fara að haga sér eins og hann er í raun og veru að eigin sögn: Latur !
september 08, 2005
Síðan hvenær ??
Síðan hvenær er fjárveitingavaldið komið til ríkisstjórnarinnar ? Síðast þegar ég vissi var starfandi Alþingi á Íslandi og á Alþingi starfar fjárveitinganefnd sem úthlutar fjármunum ríkissjóðs til verkefna sem áður hafa verið samþykkt lög um á Alþingi. Svo er síminn seldur og ríkisstjórnin hagar sér eins og hún ein eigi þessa peninga, spreðar þeim hingað og þangað í von um betra gengi í kosningum komandi ára. Vissulega er þörf á sjúkrahúsi, brú yfir Hornafjarðarfljót, Sundabraut og öllu þessu, en er ekki líka þörf á fjármagni til að starfrækja sjúkrastofnanir og menntastofnanir svo eitthvað sé nefnt. Hefði ekki verið nær að kemba fjárhag ríkisins, sjá hvar fresta hefur þurft ráðningum í stöður lækna á landsbyggðinni, sjá hvar hefur þurft aukafjárveitingar til að halda uppi lögboðinni þjónustu eins og löggæslu, efna gefin loforð fyrri ára, í stað þess að ausa út nýjum loforðum, sem þeir eiga kannski ekkert með að lofa.
Og Davíð farinn í Seðlabankann - þó fyrr hefði verið !!
Og Davíð farinn í Seðlabankann - þó fyrr hefði verið !!
september 05, 2005
Skemmtileg helgi
Helgin var reglulega skemmtileg. Við vorum boðin í hálfrar aldar afmæli hjá Eymundi bónda í Vallanesi, sem reyndar hélt því fram að sér liði eins og "nítján ára fegurðardrottningu" og auðvitað þurfti að undirbúa ýmis konar sprell í því sambandi.
Bóndinn smíðaði forláta kornax, sem sett var á 6 metra háan stöngul úr furu. Við, ásamt vinum okkar Jóni og Kristínu, sem komu akandi frá Reykjavík til að mæta í afmælið, eyddum svo góðum hluta laugardagsins í frekari útfærslu listaverksins. Að lokum var það svo reist og afhjúpað í veislunni um kvöldið. Fleira fylgdi með, s.s. sérhannaðar umbúðir fyrir framtíðar-framleiðsluvörur bóndans.
Veislan var haldin í gróðurhúsinu í Vallanesi og var hin ágætasta skemmtan.
Í gær var svo veðurblíðan notuð til að viða að sér berjum úr skóginum. Hrútaberin eru að verða nokkuð vel þroskuð. Vantar kannski helst nokkra hlýja daga í viðbót. Rifs er út um allt og fuglarnir hafa engan veginn undan að éta þau öll.
Ég á eftir að fara og athuga um krækiber og bláber og einnig á ég eftir að skoða hvort eitthvað hefur orðið úr jarðaberjabrekkunni sem ég fann í sumar. Þá var hún þakin blómum og mjög efnileg.
Er þessa dagana að berjast við að ná úr mér pestinni. Hósta óþarflega mikið ennþá en þetta er vonandi allt að koma.
Bóndinn smíðaði forláta kornax, sem sett var á 6 metra háan stöngul úr furu. Við, ásamt vinum okkar Jóni og Kristínu, sem komu akandi frá Reykjavík til að mæta í afmælið, eyddum svo góðum hluta laugardagsins í frekari útfærslu listaverksins. Að lokum var það svo reist og afhjúpað í veislunni um kvöldið. Fleira fylgdi með, s.s. sérhannaðar umbúðir fyrir framtíðar-framleiðsluvörur bóndans.
Veislan var haldin í gróðurhúsinu í Vallanesi og var hin ágætasta skemmtan.
Í gær var svo veðurblíðan notuð til að viða að sér berjum úr skóginum. Hrútaberin eru að verða nokkuð vel þroskuð. Vantar kannski helst nokkra hlýja daga í viðbót. Rifs er út um allt og fuglarnir hafa engan veginn undan að éta þau öll.
Ég á eftir að fara og athuga um krækiber og bláber og einnig á ég eftir að skoða hvort eitthvað hefur orðið úr jarðaberjabrekkunni sem ég fann í sumar. Þá var hún þakin blómum og mjög efnileg.
Er þessa dagana að berjast við að ná úr mér pestinni. Hósta óþarflega mikið ennþá en þetta er vonandi allt að koma.