september 23, 2005
Kuldi
Það er búið að vera kalt undanfarið og kólnar enn. Veturinn virðist ætla að taka völdin snemma í ár. Þetta er hið versta mál, kartöflurnar enn í jörðinni, bara breiddur dúkur yfir garðinn til að verja þær frosti, berin orðin kröm og léleg, jafnvel ónýt og svona mæti lengi telja.
Ég er búin að stunda sundlaugina nokkuð stíft undanfarið og fer yfirleitt í hádeginu. Það eru ákaflega fáir í sundi á þeim tíma, sem hentar mér vel. Gott að geta bægslast þarna ein, gert teygjuæfingar í heita pottinum og sungið í sturtunni(ef mig langar til).
Um helgina ætlar tengdafjölskyldan mín að koma saman og halda upp á afmæli tengdamömmu. Ég held að það sé þess vegna sem veðrið er svona.
Við Mjallhvít mágkona mín ætlum í innkaupaleiðangur á eftir, því það þarf töluvert af mat í þennan hóp. Leiðin liggur svo í sumarbústaðaþyrpingu í nágrenninu þar sem nokkrir bústaðir verða lagðir undir veisluhöldin.
Það veitir svo ekkert af 2 daga fríi í næstu viku til að jafna sig eftir helgina !
Ég er búin að stunda sundlaugina nokkuð stíft undanfarið og fer yfirleitt í hádeginu. Það eru ákaflega fáir í sundi á þeim tíma, sem hentar mér vel. Gott að geta bægslast þarna ein, gert teygjuæfingar í heita pottinum og sungið í sturtunni(ef mig langar til).
Um helgina ætlar tengdafjölskyldan mín að koma saman og halda upp á afmæli tengdamömmu. Ég held að það sé þess vegna sem veðrið er svona.
Við Mjallhvít mágkona mín ætlum í innkaupaleiðangur á eftir, því það þarf töluvert af mat í þennan hóp. Leiðin liggur svo í sumarbústaðaþyrpingu í nágrenninu þar sem nokkrir bústaðir verða lagðir undir veisluhöldin.
Það veitir svo ekkert af 2 daga fríi í næstu viku til að jafna sig eftir helgina !
september 20, 2005
Afmælisbarn dagsins !
Afmælisbarn dagsins er tengdamóðir mín, Elfa Björnsdóttir! Hún er sjötug í dag, ætlar að vera að heiman, en ég veit hvert hún fer. Hún á 5 börn, 14 barnabörn og eitt langömmubarn.
Vonandi náum við að hittast sem flest um helgina !
Vonandi náum við að hittast sem flest um helgina !
Ég var "klukkuð" !!
Farfuglinn goggaði í mig í gær og því verð ég að taka þátt í leiknum: "Segðu fimm sönn atriði um sjálfa þig."
Og hér koma þau:
1. Ég hef aldrei átt gæludýr og hef ekki neina löngun til þess.
2. Þegar ég var barn dreymdi mig um að eignast reiðhjól. Sá draumur rættist ekki fyrr en ég keypti mér hjól sjálf þegar ég var komin á fertugsaldur.
3. Ég fór í fyrsta skipti út fyrir landsteinana þegar ég var 27 ára. Síðan liðu sextán ár þar til ég fór næst.
4. Hárið á mér lifir sjálfstæðu lífi. Eina leiðin til að halda stjórn á þessu strýi er að klippa það nógu stutt.
5. Ég er bókaormur, les allt sem ég kemst yfir, en hef ekki neina sérstaka þörf fyrir að tala um það sem ég les. Ein og ein bók hefur þó þau áhrif á mig.
Ég skora hér með á eftirfarandi að taka þátt í leiknum:
Unnur - litlasystir
afi
Anna Sigríður
Eygló
Hafrún
Og hér koma þau:
1. Ég hef aldrei átt gæludýr og hef ekki neina löngun til þess.
2. Þegar ég var barn dreymdi mig um að eignast reiðhjól. Sá draumur rættist ekki fyrr en ég keypti mér hjól sjálf þegar ég var komin á fertugsaldur.
3. Ég fór í fyrsta skipti út fyrir landsteinana þegar ég var 27 ára. Síðan liðu sextán ár þar til ég fór næst.
4. Hárið á mér lifir sjálfstæðu lífi. Eina leiðin til að halda stjórn á þessu strýi er að klippa það nógu stutt.
5. Ég er bókaormur, les allt sem ég kemst yfir, en hef ekki neina sérstaka þörf fyrir að tala um það sem ég les. Ein og ein bók hefur þó þau áhrif á mig.
Ég skora hér með á eftirfarandi að taka þátt í leiknum:
september 19, 2005
Austurglugginn
Austurglugginn er blað okkar austfirðinga - eða á að vera það. Undanfarið hafa fleiri og fleiri óánægjuraddir heyrst vegna þeirra skrifa sem í blaðinu hafa birst. Ég hef þrjóskast við að kaupa það, þrátt fyrir að hafa oft og mörgum sinnum séð rangfærslur, ósmekklegar athugasemdir og illa rökstuddar fullyrðingar á síðum þessa blaðs. Einhliða frásagnir, sem ekki eru bornar undir viðkomandi hafa oftar en einu sinni orðið tilefni símhringinga og kvartana, en sjaldnast nokkuð meira gerst í málinu.
Eitt dæmi langar mig að nefna, en þar voru prentuð ummæli sem höfð voru eftir bónda mínum og voru í sjálfu sér ekki röng en algerlega slitin úr samhengi. Hann hringdi í ritstjórnina og óskaði skýringa. Þeir sögðust hafa reynt að ná í hann án árangurs.
Sú tilraun sást á símanúmerabirti heima, en var tímasett eftir að blaðið var komið í prentun. Einnig er bóndi minn með gsm-síma, tvo frekar en einn, sem báðir eru skráðir í símaskrá, vinnusíma og svo auðvitað netfang. Engin af þessum leiðum hafði verið reynd af hálfu blaðsins.
Þetta á núna að vera liðin tíð. Búið að skipta um ritstjóra og blaðamenn og síðasta eintak birtist að mestu laust við rangfærslur og meira að segja skrifa á þokkalegri íslensku. Fyrrverandi ritstjóri sakar þá um lágkúru og skoðanaleysi á bloggi sínu 16. september sl. En ég segi fyrir mig, betra að fá vel skrifaðar fréttir, en slúður og lítt grundað hugarflug misviturra blaðamanna.
Eitt dæmi langar mig að nefna, en þar voru prentuð ummæli sem höfð voru eftir bónda mínum og voru í sjálfu sér ekki röng en algerlega slitin úr samhengi. Hann hringdi í ritstjórnina og óskaði skýringa. Þeir sögðust hafa reynt að ná í hann án árangurs.
Sú tilraun sást á símanúmerabirti heima, en var tímasett eftir að blaðið var komið í prentun. Einnig er bóndi minn með gsm-síma, tvo frekar en einn, sem báðir eru skráðir í símaskrá, vinnusíma og svo auðvitað netfang. Engin af þessum leiðum hafði verið reynd af hálfu blaðsins.
Þetta á núna að vera liðin tíð. Búið að skipta um ritstjóra og blaðamenn og síðasta eintak birtist að mestu laust við rangfærslur og meira að segja skrifa á þokkalegri íslensku. Fyrrverandi ritstjóri sakar þá um lágkúru og skoðanaleysi á bloggi sínu 16. september sl. En ég segi fyrir mig, betra að fá vel skrifaðar fréttir, en slúður og lítt grundað hugarflug misviturra blaðamanna.