<$BlogRSDURL$>

nóvember 14, 2005

Borgarhelgi 

Helgin í borginni var ágæt. Á fimmtudagskvöldið fórum við í boð í tengslum við ráðstefnu sveitarfélaganna um fjármál. Það verður að segjast eins og er að ef þetta hefði verið haldið úti á landi hefði þetta talist algert flopp. Pinnamaturinn var ágætur, en að beina 350 manns á eitt hlaðborð er náttúrulega ekki alveg að ganga upp.
Á föstudagskvöld var svo farið út að borða, þar sem umhverfið var rólegt og þjónustan góð ! Engar biðraðir þar. Veitingastaðurinn heitir Madonna og er við Rauðarárstíg. Mjög notalegt.
Við fórum svo á Kjarvalssýninguna á Kjarvalsstöðum á laugardaginn og ég get hiklaust mælt með því. Gaman að koma og sjá verkin hans Kjarvals í svona rúmgóðum salarkynnum.
Annars var bara verið að kíkja á vini og kunningja, versla eitthvað smávegis og hafa það gott.
við áttum síðan flug heim um hádegi á sunnudag, en því seinkaði vegna ísingar í lofti, sem þýddi að við komumst ekki heim fyrr en síðdegis.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?