nóvember 25, 2005
Rakkarapakk !
nóvember 24, 2005
50.000
Tannvöntun
Auglýsing frá tannlækni, nei fyrirgefið þið, tannréttingatannlækni !
Bein tilvitnun í blaðið Dagskráin á Austurlandi
"[Nafn tannlæknis] framkvæmir einnig endajaxlatökur og tannplantaaðgerðir með ísetningu svissneskra titanium skrúfa í kjálkabein fyrir þá sem tapað hafa einstökum tönnum, hafa tannvöntun eða vilja láta festa gervitennur með smellum. Einnig er á staðnum sérstakt röntgentæki þar sem menn geta fengið breiðmyndir af kjálkum og kjálkalið."
Hefur fólk orðið tannvöntun ? Suma vantar eina eða tvær tennur og ég veit um mann sem er tannlaus, en þetta hefði mér aldrei dottið í hug að segja, hvað þá birta á prenti !
Og hvað er þetta með þessar breiðmyndir ? Hugmynd að jólagjöf handa ættingjunum eða.... ?
Bein tilvitnun í blaðið Dagskráin á Austurlandi
Hefur fólk orðið tannvöntun ? Suma vantar eina eða tvær tennur og ég veit um mann sem er tannlaus, en þetta hefði mér aldrei dottið í hug að segja, hvað þá birta á prenti !
Og hvað er þetta með þessar breiðmyndir ? Hugmynd að jólagjöf handa ættingjunum eða.... ?
nóvember 20, 2005
Stórir bílar og litlir kallar
Ég hef áður nefnt á þessum vettvangi að ég tel sjálfa mig og aðra þá sem aka um Upphéraðsveg frá Egilsstöðum um Hallormsstað inn í Fljótsdal, vera í þó nokkurri hættu að enda ævi sína framan á, undir eða utan í einum af stóru vöruflutningabílunum sem aka þennan mjóa veg.
Einn af þessum bílum endaði utan vegar rétt fyrir ofan Egilsstaði í síðustu viku. Tilviljun að bílstjórinn slapp ómeiddur. Ástæðan fyrir að svona fór var hálka og það að bílstjórinn bremsaði til að athuga hvort væri hált !
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins skrifar síðan pistil í Moggann þar sem Vegagerðin er hundskömmuð fyrir lélega frammistöðu í því að sandbera vegi á austurlandi. Það má auðvitað alltaf gera betur í því að útrýma hálkunni af vegunum, en við sem ökum vegina berum samt alltaf ábyrgð á okkar farartækjum.
Þessi ágæti maður ætti því að skoða sín innri mál áður en hann fer að þenja sig í fjölmiðlum. Bílar fyrirtækis hans eru þeir langverstu sem maður mætir hér á vegunum. Ég veit persónulega um tvo menn sem hafa þurft að aka útaf til að forðast að verða að klessu undir steypubíl eða sementsflutningabíl þessa fyrirtækis. Annar var einn á ferð en hinn með konu sína og ársgamla dóttur í bílnum. Báðir þessir menn og fleiri hafa kvartað beint við forráðamenn fyrirtækisins vegna svona tilvika.
Því vil ég hér með skora á BM Vallá að brýna fyrir ökumönnum sínum að aka miðað við aðstæður, virða óbrotna línu á vegum og taka ekki ónauðsynlega áhættu í umferðinni.
Einn af þessum bílum endaði utan vegar rétt fyrir ofan Egilsstaði í síðustu viku. Tilviljun að bílstjórinn slapp ómeiddur. Ástæðan fyrir að svona fór var hálka og það að bílstjórinn bremsaði til að athuga hvort væri hált !
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins skrifar síðan pistil í Moggann þar sem Vegagerðin er hundskömmuð fyrir lélega frammistöðu í því að sandbera vegi á austurlandi. Það má auðvitað alltaf gera betur í því að útrýma hálkunni af vegunum, en við sem ökum vegina berum samt alltaf ábyrgð á okkar farartækjum.
Þessi ágæti maður ætti því að skoða sín innri mál áður en hann fer að þenja sig í fjölmiðlum. Bílar fyrirtækis hans eru þeir langverstu sem maður mætir hér á vegunum. Ég veit persónulega um tvo menn sem hafa þurft að aka útaf til að forðast að verða að klessu undir steypubíl eða sementsflutningabíl þessa fyrirtækis. Annar var einn á ferð en hinn með konu sína og ársgamla dóttur í bílnum. Báðir þessir menn og fleiri hafa kvartað beint við forráðamenn fyrirtækisins vegna svona tilvika.
Því vil ég hér með skora á BM Vallá að brýna fyrir ökumönnum sínum að aka miðað við aðstæður, virða óbrotna línu á vegum og taka ekki ónauðsynlega áhættu í umferðinni.