<$BlogRSDURL$>

janúar 13, 2006

Föstudagur 13. 

Í morgun þegar ég kom í vinnuna, spurði samstarfsmaður minn hvort ég væri ekki í góðu skapi. Tilkynnti mér síðan að hann væri búinn að hita kaffi (sem hann gerir nánast aldrei, því hann drekkur það ekki). Svo sagði hann mér að þróunarvélin okkar, þar sem allt okkar dót er staðsett, hefði hrunið rétt eftir að ég fór heim úr vinnunni í gær.
Það gerðist sem sagt fimmtudaginn 12., en ekki í dag.
Hvað mikið af okkar gögnum er endanlega týnt, liggur ekki fyrir,en við fyrstu skoðun sýnist okkur að það sé til afrit af nánast öllu. Einhver skjöl sem orðið hafa til á síðustu dögum gætu verið glötuð. Mesta vinnan verður að setja upp og stilla saman öll þau forrit sem við erum að nota. Dagurinn í dag fer væntanlega í að komast að því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?