<$BlogRSDURL$>

janúar 09, 2006

Laaaangur listi ! 

Það að halda lítið og sætt sveitaþorrablót er flóknara en halda mætti í fyrstu.
Það þarf að sækja um skemmtanaleyfi, staðbundið vínveitingaleyfi og leyfi frá heilbrigðisnefnd.
Það þarf að ráða hljómsveit, söngstjóra og veislustjóra, barþjón og kokk.
Það þarf að kaupa hangikjöt, súrmat, harðfisk, hákarl, flatbrauð, áfengi, gosdrykki, kerti og servíettur og örugglega fleira.
Það þarf að leigja dúka, útbúa söngskrá, steikja laufabrauð, gera posasamning, breyta prókúru á bankareikningi, semja og æfa skemmtiatriði, setja upp sviðsmynd, skreyta salinn og halda utan um miðasölu og þátttöku.
Eftir á þarf síðan að ganga frá öllum reikningum, skila afgöngum, skila dúkum, greiða stefgjöld, greiða húsaleigu, þrífa félagsheimilið, skipa í næstu nefnd og skila öllum gögnum til hennar.
Það verður nóg að gera á næstunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?