<$BlogRSDURL$>

janúar 05, 2006

Þorrablót 2006 

Fyrsti fundur í nefndinni var í gærkvöldi. Gekk bara vel, þrátt fyrir að töluvert vantaði upp á að allir mættu. Mér sýnist við samt vera með hörkulið, blandað úr öllum áttum.
Næg verkefni framundan. Þarf að panta hljómsveit í dag, tala við væntanlegan söngstjóra, finna einhvern sem er til í að vinna á barnum og panta laufabrauð í bakaríinu.
Erum svo heppin að í nefndinni er vanur kokkur sem tekur matarmálin að sér að mestu leyti.
Blótið verður svo haldið föstudaginn 3. febrúar á Iðavöllum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?