janúar 13, 2006
Um DV.
Ég hef ekki lesið DV í 2-3 ár. Hef ekki áhuga á umfjöllun af því tagi sem þar viðgengst. Það sem mér finnst vera alvarlegast í þessu máli sem nú er til umfjöllunar er að dagblað skuli taka fram fyrir hendurnar á réttvísinni með þessum hætti. Hvorki ákærendur né ákærði hljóta réttláta meðferð sinna mála.
Mér fannst svo líka dálítið neyðarlegt að sjá viðtal við ritstjóra DV á NFS, þar sem andlit allra sem sáust í bakgrunni voru rugluð. Myndbirtingar eiga greinilega ekki alltaf við.
Ein spurning að lokum: Hafið þið einhvern tíma vitað til þess að eitthvað annað en sannleikurinn hafi verið prentað í DV ? Ef svo er, hvernig samræmist það þá ritstjórnarstefnunni ?
Mér fannst svo líka dálítið neyðarlegt að sjá viðtal við ritstjóra DV á NFS, þar sem andlit allra sem sáust í bakgrunni voru rugluð. Myndbirtingar eiga greinilega ekki alltaf við.
Ein spurning að lokum: Hafið þið einhvern tíma vitað til þess að eitthvað annað en sannleikurinn hafi verið prentað í DV ? Ef svo er, hvernig samræmist það þá ritstjórnarstefnunni ?