febrúar 27, 2006
Limra eða tvær
Ég orti limru um daginn. Tilefnið var að maður sem ég þekki, sagði farir sínar ekki sléttar, þar sem hann hafði villst inn í kvennaklefann í sundlauginni um morguninn. Þegar farið var að ræða málið, kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta skipti og einu sinni hefði honum meira segja tekist að komast alla leið út í laug án þess að taka eftir því að hann hafði afklætt sig og farið í sturtu í kvennaklefanum.
Ég sendi honum þessa í tölvupósti:
Morgunsundið mennina kætir
minnkar ummál og geðið bætir.
En konum finnst verra
og kalla þann perra
sem í kvennaklefann ítrekað mætir.
Svarið kom um hæl:
Morgunsundið konurnar kætir
Þá kjólarnir passa - og geðið bætir
En best þeim finnst þó
Þegar karlarnir hæ! hó!
Kíkja á þær - feitir og sætir
Svo kom þetta:
Smá ritvilla - leiðréttist hér með
Það er enginn feitur sem stundar sund
Morgunsundið konurnar kætir
Þá kjólarnir passa - og geðið bætir
En best þeim finnst þó
Þegar karlarnir hæ! hó!
Kíkja á þær - heitir og sætir
Ég sendi honum þessa í tölvupósti:
Morgunsundið mennina kætir
minnkar ummál og geðið bætir.
En konum finnst verra
og kalla þann perra
sem í kvennaklefann ítrekað mætir.
Svarið kom um hæl:
Morgunsundið konurnar kætir
Þá kjólarnir passa - og geðið bætir
En best þeim finnst þó
Þegar karlarnir hæ! hó!
Kíkja á þær - feitir og sætir
Svo kom þetta:
Smá ritvilla - leiðréttist hér með
Það er enginn feitur sem stundar sund
Morgunsundið konurnar kætir
Þá kjólarnir passa - og geðið bætir
En best þeim finnst þó
Þegar karlarnir hæ! hó!
Kíkja á þær - heitir og sætir