<$BlogRSDURL$>

mars 01, 2006

Af saltkjöti og baunum.... 

Í gær eftir vinnu snaraðist ég í Kaupfélagið, (sem heitir víst Samkaup, en allir kalla samt kaupfélagið), í þeim erindagjörðum að kaupa saltkjöt í kvöldmatinn. Stúlkan sem afgreiddi mig við kjötborðið er alin upp í sveit og heima hjá henni er sauðfjárrækt stunduð af kappi. Samt vissi hún ekki hvernig bita ég átti við þegar ég bað um bringukoll.
Ég leitaði svo í öllum hillum að gulum hálfbaunum, endaði á að spyrja stúlkuna í kjötborðinu og hún benti mér á staðinn. En þar voru engar baunir og viðbrögð hennar við umkvörtun minni voru þau að segja mér að Bjössi frændi sinn hefði verið að spyrja að þessu sama og ég og líklega fengið síðasta pakkann. Mér var skapi næst að fara bara heim til Bjössa og borða frá honum baunirnar. Lét samt gott heita, enda minnti mig að ég ætti smávegis af baunum heima. Það reyndist rétt og því voru saltkjöt og baunir borðað af bestu lyst heima hjá mér í gærkvöldi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?