mars 20, 2006
Afmælasyrpa
Það er þannig í fjölskyldu mannsins míns að langflestir eiga afmæli í mars og apríl.
Heiður Ösp bættist í þann hóp um daginn. Bróðurdóttir bóndans á afmæli 13. mars, Mjallhvít systir hans 15. mars, bróðir hans 16. mars, sonur hans (okkar) Björninn 17. mars, systursonur hans 1. apríl, tengdapabbi 2. apríl og bóndinn sjálfur 7. apríl. Og örugglega er ég að gleyma einhverjum.
Annars er búið að vera mikið að gera undanfarið og lítill tími til að skrá þær athafnir.
Mikið að gera í vinnunni, þorrablótsnefndarlokapartý og uppgjör á reikningum blótsins og heimsókn á Eskifjörð þar sem Frumburðurinn og hans litla fjölskylda býr.
Er búin að vera kvefuð og slöpp í þokkabót, þannig að ekki hefur verið mikil afgangs orka til staðar.
En nú ætla ég að fara að rífa mig upp úr þessari pest, fara í sund í hádeginu og sjá til hvort mér líður ekki bara betur á eftir.
Heiður Ösp bættist í þann hóp um daginn. Bróðurdóttir bóndans á afmæli 13. mars, Mjallhvít systir hans 15. mars, bróðir hans 16. mars, sonur hans (okkar) Björninn 17. mars, systursonur hans 1. apríl, tengdapabbi 2. apríl og bóndinn sjálfur 7. apríl. Og örugglega er ég að gleyma einhverjum.
Annars er búið að vera mikið að gera undanfarið og lítill tími til að skrá þær athafnir.
Mikið að gera í vinnunni, þorrablótsnefndarlokapartý og uppgjör á reikningum blótsins og heimsókn á Eskifjörð þar sem Frumburðurinn og hans litla fjölskylda býr.
Er búin að vera kvefuð og slöpp í þokkabót, þannig að ekki hefur verið mikil afgangs orka til staðar.
En nú ætla ég að fara að rífa mig upp úr þessari pest, fara í sund í hádeginu og sjá til hvort mér líður ekki bara betur á eftir.