mars 24, 2006
Persónuleg þjónusta
Ég fer í sund í hádeginu alla virka daga, eða svo til. Bóndinn mætir 2-3 í viku, 2-3 aðrir mæta nokkuð reglulega á þessum tíma, en oft kemur fyrir að við erum bara tvö. Í dag kom ég í laugina á venjulegum tíma og var þá spurð að því hvort bóndinn kæmi ekki líka. Ég vissi ekki alveg hvort hann ætlaði að mæta en afgreiðslukonan sagði þá - ef hann kemur á næstu fimm mínútum, kemur hann ekki -.
Ástæðan fyrir þessu var sú að það átti að taka vatnið af sturtunum smástund og þau vildu ekki hafa af okkur sundið, heldur biðu þar til við vorum komin ofan í og tóku svo vatnið af meðan við vorum að synda. Vatnið var svo komið á aftur þegar við komum upp úr.
Persónuleg þjónusta í Sundlauginni á Egilsstöðum !!
Ástæðan fyrir þessu var sú að það átti að taka vatnið af sturtunum smástund og þau vildu ekki hafa af okkur sundið, heldur biðu þar til við vorum komin ofan í og tóku svo vatnið af meðan við vorum að synda. Vatnið var svo komið á aftur þegar við komum upp úr.
Persónuleg þjónusta í Sundlauginni á Egilsstöðum !!