apríl 07, 2006
Hraðatakmörkun sem virkar !
Í morgun ók ég í vinnuna á bíl bóndans, - Honda CRV -. Fann fljótlega að bensíngjöfin var eitthvað treg en þar sem krapi og slabb var á veginum og ekki ráðlegt að aka nema 60-70 í hæsta lagi, hélt ég bara áfram og lét slag standa. Engin skrítin vélahljóð, engin bremsulykt eða neitt, svo ég hélt bara áfram. Þegar ég svo kom í vinnuna fór ég að skoða bensíngjöfina og sá þá að hornið á gúmmímottunni hafði skorðast undir bensín-pedalanum og ýtti á móti þrýstingi ofan frá. Það ætti að útbúa svona verkfæri handa þeim sem hættir til að aka of hratt !
Í dag á svo bóndi minn afmæli ! Meira að segja hálfrar aldar afmæli ! Hann ætlar að eyða deginum á námskeiði um ræktun skógarplantna sem haldið er á Reykjum í Ölfusi í dag. Kemst vonandi heim í kvöld. Um helgina ætlum við svo að hafa kaffi á könnunni handa þeim sem leggja leið sína í skóginn.
Í dag á svo bóndi minn afmæli ! Meira að segja hálfrar aldar afmæli ! Hann ætlar að eyða deginum á námskeiði um ræktun skógarplantna sem haldið er á Reykjum í Ölfusi í dag. Kemst vonandi heim í kvöld. Um helgina ætlum við svo að hafa kaffi á könnunni handa þeim sem leggja leið sína í skóginn.