apríl 15, 2006
Langur föstudagur
Í gærmorgun fór ég í stuttan göngutúr með bóndanum - átti að vera bara hálftíma rölt, en lengdist dálítið. Við löbbuðum inn í Atlavík og þar sem óvenju lítið var í Fljótinu, fórum við fjöruna til baka, gengum undir ytri Atlavíkurklettinn, en það er ekki fært þurrum fótum nema við svona aðstæður.
Síðdegis komu svo góðir gestir - fyrst bróðir bóndans með konu sinni og dóttur, síðan fumburðurinn og hans litla fjölskylda.
Við snæddum kalkún sem lagður var í pækil skv. uppskrift frá Nönnu og smakkaðist bara vel.
Heiður Ösp stækkar og dafnar, farin að brosa breitt og skoða umhverfið. Hún var t.d. alveg heilluð af röndunum á skyrtu afa síns, skoðaði þær mjög vandlega.
Þar sem ég horfði á hana grandskoða rendurnar, kom mér í hug að þegar pabbi hennar var rétt rúmlega tveggja ára og var einhverju sinni part úr degi í pössun hjá Sigrúnu Hrafns, kom hann til baka kotroskinn og sagði (örlítið smámæltur, en annars allvel talandi): "Skyrtan hans pabba er smáröndótt."
Þetta hafði Sigrún verið að dunda sér við að kenna honum meðan hann var hjá henni.
Gleðilega páska !
Síðdegis komu svo góðir gestir - fyrst bróðir bóndans með konu sinni og dóttur, síðan fumburðurinn og hans litla fjölskylda.
Við snæddum kalkún sem lagður var í pækil skv. uppskrift frá Nönnu og smakkaðist bara vel.
Heiður Ösp stækkar og dafnar, farin að brosa breitt og skoða umhverfið. Hún var t.d. alveg heilluð af röndunum á skyrtu afa síns, skoðaði þær mjög vandlega.
Þar sem ég horfði á hana grandskoða rendurnar, kom mér í hug að þegar pabbi hennar var rétt rúmlega tveggja ára og var einhverju sinni part úr degi í pössun hjá Sigrúnu Hrafns, kom hann til baka kotroskinn og sagði (örlítið smámæltur, en annars allvel talandi): "Skyrtan hans pabba er smáröndótt."
Þetta hafði Sigrún verið að dunda sér við að kenna honum meðan hann var hjá henni.
Gleðilega páska !