apríl 19, 2006
Pirringur
Yfirleitt nenni ég ekki að láta hluti fara í taugarnar á mér, en í gær varð ég pirruð. Fór í sund eins og venjulega í hádeginu, ekki margir í lauginni, en þó einhverjir. Lauginni er yfirleitt skipt í 4 bil, tvöfalt bil næst barnalauginni, þar sem slatti af krökkum var að leika sér, síðan tvær einfaldar brautir og loks rúmlega tvöfalt bil, þar sem auðveldlega geta 3-4 synt án árekstra. Þegar ég kom út í var önnur einfalda brautin tóm og ég fór auðvitað þangað og byrjaði að synda. Stuttu seinna kom kona út í laugina og tróð sér á þessa einföldu braut sem ég var að synda á þó aðeins væru tveir að synda á tvöföldu brautinni. Ekki nóg með það, heldur virtist þessi manneskja fá eitthvað út úr því að trufla mig. Það endaði með því að ég flutti mig yfir á breiðu brautina til hinna tveggja. Það var líka miklu skárra en að vera í sífelldum árekstrum við þessa brussu.
Ég vona að hún sé með hiksta !
Ég vona að hún sé með hiksta !