apríl 21, 2006
Sumardagskvöldið fyrsta
Í gærkvöldi, eftir að við höfðum snætt "heimska fugla" eða a.m.k. hluta af þeim, ásamt nágrönnum okkar, beið okkar hjóna sérstakt verkefni. Hópur, sem samanstóð af mökum bæjarstjóra vítt og breitt af landinu, var lóðsaður um trjásafnið í síminnkandi birtu. Nánast var orðið aldimmt þegar hópurinn kom til mín, þar sem ég hitaði vatn í kötlum yfir varðeldi. Bruggað var ketilkaffi og koníakstár boðið með, ásamt kleinum og snúðum. Held að flestum hafi þótt þetta sérkennileg, en eftirminnileg móttaka.
Veðrið var gott, nánast logn og þetta 4-6 stiga hiti.
Tíminn sem ég sat þarna, bætti af og til á eldinn og hitaði vatn í stórum kötlum, var líka dálítið sérstakur. Það er hvergi betra að hugsa en einn með sjálfum sér við varðeld úti í skógi.
Veðrið var gott, nánast logn og þetta 4-6 stiga hiti.
Tíminn sem ég sat þarna, bætti af og til á eldinn og hitaði vatn í stórum kötlum, var líka dálítið sérstakur. Það er hvergi betra að hugsa en einn með sjálfum sér við varðeld úti í skógi.