
Datt þetta í hug núna á leið í vinnuna:
Hvítir og keikir
tylla sér á hæstu hóla,
kletta, trjátoppa.
Felulitir hvað ?
Nú er um að gera,
að láta á sér bera,
sýna hinum
mátt sinn og megin.
Karlremban skín
af hverri fjöður
og allt tal
um hrun í stofninum
fellur um sjálft sig.
sagði Tóta : 08:12