maí 12, 2006
Vikan liðin..
Hviss - bang !!
Vikan bara flogin !
Laugardagur: Yndislegt veður, góðir gestir og toppurinn - frábært matarboð hjá Rannveigu.
Sunnudagur: Hálflasin, reyndi að kenna Rannveigu um, en gekk ekki. Bara einhver pest í mér.
Mánudagur: Lasin, lá heima í rúmi.
Þriðjudagur: Annasamur dagur í vinnunni. Það leysir mig nefnilega enginn af. Það safnast bara upp. Endaði svo á að fara til tannlæknis sem deyfði mig svo hressilega að ég sé mest eftir að láta ekki gera göt í eyrun á mér og setja hring í nefið og efri vörina. Hefði ekki fundið fyrir því ! Svo var það líka mjög sérstakt, að þessa tvo eða þrjá klukkutíma á eftir, sem ég gat alls ekki sagt neitt með "p"- eða "b"-hljóðum, hringdi síminn látlaust og enginn til að svara nema ég !
Miðvikudagur: Langur og erfiður dagur, ófyrirséð vandamál að dúkka upp og þegar ég hætti að vinna var ég enn ekki byrjuð á því sem ég ætlaði að gera. Kom við á kosningaskrifstofu Héraðslistans,uppfærði vefinn og spjallaði aðeins við nýja kosningastjórann.
Fimmtudagur: Dagurinn algjör andstæða síðustu daga. Náði virkilega góðum afköstum í vinnunni og notaði svo nokkra tíma í að prenta út Skerplu - sem sjá má á áðurnefndum Héraðslistavef. Það snjóaði á okkur á heimleiðinni.
Föstudagur:Alhvít jörð í morgun. Þurfti að fara á Norðfjörð á mitt árlega álagsprófunarstefnumót við Björn lækni. Kom vel út. Verð farin að hlaupa maraþon um áttrætt ef ég held svona áfram.
Heilsaði upp á foreldra mína, hitti systur mínar, aðra í vinnnni en hina úti á götu, skoðaði nýja fjölskyldumeðlimi (Salka Sóley-linkurinn hér til hliðar)og var svo stálheppin að fá tíma í klippingu hjá Önnu bróðurdóttur minni, sem er snilldar hárgreiðslukona.
Vikan bara flogin !
Laugardagur: Yndislegt veður, góðir gestir og toppurinn - frábært matarboð hjá Rannveigu.
Sunnudagur: Hálflasin, reyndi að kenna Rannveigu um, en gekk ekki. Bara einhver pest í mér.
Mánudagur: Lasin, lá heima í rúmi.
Þriðjudagur: Annasamur dagur í vinnunni. Það leysir mig nefnilega enginn af. Það safnast bara upp. Endaði svo á að fara til tannlæknis sem deyfði mig svo hressilega að ég sé mest eftir að láta ekki gera göt í eyrun á mér og setja hring í nefið og efri vörina. Hefði ekki fundið fyrir því ! Svo var það líka mjög sérstakt, að þessa tvo eða þrjá klukkutíma á eftir, sem ég gat alls ekki sagt neitt með "p"- eða "b"-hljóðum, hringdi síminn látlaust og enginn til að svara nema ég !
Miðvikudagur: Langur og erfiður dagur, ófyrirséð vandamál að dúkka upp og þegar ég hætti að vinna var ég enn ekki byrjuð á því sem ég ætlaði að gera. Kom við á kosningaskrifstofu Héraðslistans,uppfærði vefinn og spjallaði aðeins við nýja kosningastjórann.
Fimmtudagur: Dagurinn algjör andstæða síðustu daga. Náði virkilega góðum afköstum í vinnunni og notaði svo nokkra tíma í að prenta út Skerplu - sem sjá má á áðurnefndum Héraðslistavef. Það snjóaði á okkur á heimleiðinni.
Föstudagur:Alhvít jörð í morgun. Þurfti að fara á Norðfjörð á mitt árlega álagsprófunarstefnumót við Björn lækni. Kom vel út. Verð farin að hlaupa maraþon um áttrætt ef ég held svona áfram.
Heilsaði upp á foreldra mína, hitti systur mínar, aðra í vinnnni en hina úti á götu, skoðaði nýja fjölskyldumeðlimi (Salka Sóley-linkurinn hér til hliðar)og var svo stálheppin að fá tíma í klippingu hjá Önnu bróðurdóttur minni, sem er snilldar hárgreiðslukona.