<$BlogRSDURL$>

júlí 08, 2006

Gert í bók og grillað 

Hingað kemur maður af og til og "gerir í bókina" eins og hann kallar það. Síðast rak hann hér við um síðustu helgi, reyndi innbrot, en lét svo glepjast af bók nágrannans eins og áður er getið. Í dag kom hann aftur, kláraði síðasta gestabókarpár og græjaði eitt nýtt og stórglæsilegt sem ber yfirskriftina "Stóriðjuáform Skúla og Tótu". Hann hafði sér til fulltingis konu sína, tvo syni og einn auka, snæddum við ásamt auðvitað bóndanum og birninum saman kvöldverð, grill að hætti Fjóskembinga. Kvöldið hið skemmtilegasta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?