<$BlogRSDURL$>

júlí 04, 2006

Sumarfrí 

Ég er komin í sumarfrí. Mitt fyrsta verk var að fara í aðra vinnu, hjálpa bóndanum í bókhaldinu. Við unnum fram eftir á föstudagskvöldið, allan laugardaginn og fram á miðjan sunnudag. Þá vorum við búin að klára allt sem þurfti að skila á mánudagsmorgun. Þegar við komum heim, beið okkar gestur, sem hafði reyndar reynt að brjótast inn bara til að geta skilið eftir skilaboð í gestabókinni. Hann sat í góðu yfirlæti hjá nágrönnunum og skrifaði í þeirra gestabók. Held það hafi verið leynilöggusagan: "Hvar er Tóta". Þarf að skoða það betur næst þegar ég kemst í gestabók nágrannanna.
Litla fjölskyldan kom í heimsókn síðdegis á sunnudaginn, við grilluðum og borðuðum saman í góða veðrinu. Heiður Ösp stækkar og dafnar eins og börn eiga að gera. Hún varð 4 mánaða í gær.
Í gær var ég hins vegar heima að vinna í garðinum. Það er kannski ekki ekki alveg rétt. Ég var að vinna á jarðsprengjusvæðinu, en svo nefndist nokkurra metra breið rák milli lóðanna hjá okkur og grönnunum góðu. Við höfum alltaf kallað þetta jarðsprengjusvæðið, því þarna hefur bara vaxið illgresi og varla nokkur maður stigíð fæti þarna, nema á mjóan stíg sem fljótlega myndaðist milli húsanna.
Í fyrra gerðum við sameiginlegt átak til að breyta þessari illgresisuppsprettu í eitthvað annað. Þá tókum við helminginn og í gær tókum við hinn helminginn Það verður að segjast eins og er að þegar við ömmurnar höfðum lokið verkinu, var það eina sem vantaði, hópur til að dáðst að handarverkum okkar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?