ágúst 21, 2006
Baggalútar og blíða
Ég stóð við það að fara á tónleika með Baggalúti í gær. Þeir stóðu algerlega undir væntingum. Þeir voru samt latir við aukalögin, því hitinn var að drepa þá, þeir líka klæddir eins og asnar. Og harðneituðu að fækka fötum. Trabant hefði örugglega fílað sig vel. Skilst að þeir vilji helst koma fram á nærklæðunum. Björninn minn fór suður í gær, leit ekki vel út um hádegið því allar vélar voru fullar og ekkert útlit á að hægt væri að hoppa eins og hann hafði ætlað sér. Það leystist þó þegar vinur hans, flugneminn, birtist af himnum ofan og bauð honum far með sér suður, sem hann auðvitað þáði.