ágúst 28, 2006
Borgarfjarðarblogg
Þá er ég komin á Hvanneyri eftir nokkurra daga dvöl í Hafnarfirði. Ömmuhlutverkið hefur verið í hávegum, ásamt þátttöku í skógarmannafundum og skemmtunum. Framundan er námskeið hér í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri – auðvitað tölvutengt – hvað annað. Internetsamband er með slappara móti í herbergiskytrunni sem ég hef til afnota þessa daga sem ég verð hér og því ekki líklegt að ég láti mikið í mér heyra meðan ég dvel hér.
Í dag, þ.e. 28. ágúst, eiga þeir afmæli frumburðurinn minn og frumburður móður minnar - Steini stóri bróðir - Til hamingju með daginn, báðir tveir !
Í dag, þ.e. 28. ágúst, eiga þeir afmæli frumburðurinn minn og frumburður móður minnar - Steini stóri bróðir - Til hamingju með daginn, báðir tveir !