<$BlogRSDURL$>

ágúst 25, 2006

Í firðinum fyrir sunnan 

Í gær ókum við hjónin sem leið liggur norður um til Akureyrar, þaðan áfram alla leið í Hafnarfjörð. Dveljum þessa stundina hjá frumburðinum, Björninn er hér líka, þar sem hann er enn ekki búinn að fá íbúðina sína afhenta. Heiður Ösp hefur stækkað heilmikið og mannast á þessum tæpa mánuði sem liðinn er síðan ég sá hana síðast. Algjör rúsína þessi stelpa !

Við vorum með ýmislegt á dagskránni - í dag fór ég á einn fund og bóndinn á annan, ég kíkti til frænda míns sem býr hér í nágrenni við frumburðinn, í kvöld var svo farið í Hamrahlíðina. Auk þess höfum við farið í búðir og snattað sitthvað smálegt í borginni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?