<$BlogRSDURL$>

ágúst 01, 2006

Fríið búið, allir á haus ! 

Þá er ágústmánuður upprunninn og ég komin aftur í vinnuna. Mætti reyndar í gær, en bara af því að það var rigning.
Í síðustu viku fór tíminn í að njóta veðurblíðunnar, fá góða gesti og hjálpa til við að þrífa íbúð litlu fjölskyldunnar á Eskifirði, en þau eru núna flutt inn í íbúð sína í Hafnarfirði. Augljóst að ég verð viljugri til að skreppa suður í vetur en undanfarin ár. Björninn og Eyjastúlkan skiluðu sér heim frá Búlgaríu í heilu lagi, en búin að fá nóg af hitanum.
Um helgina dvöldum við hjónin svo í Álftafirði, í boði góðra vina. Þar var tímanum eytt í veiðiskap, steinasöfnun og fleira skemmtilegt. Dásamlegur staður. Það rigndi samt svo mikið á sunnudaginn að útivist var ekki kræsileg, en þá vorum við hvort sem var á heimleið.

Þegar ég var á leið heim úr vinnunni í gær, var verið að fjalla um ránstilraun í Bónusvídeó í Hafnarfirði í útvarpinu. Þar kom fram að annar innbrotsþjófurinn hefði verið vopnaður hamri og ógnað með honum starfsfólki. Dagsrárgerðarmaðurinn var að tala við eigandann og spurði í framhaldi af þessu hvort starfsfólkið hefði hlotið einhver meiðsl. Eigandinn svaraði því til að svo væri ekki, einhverjir væru lemstraðir eftir átök, en aðallega væru menn þó SLEGNIR. Veit ekki með ykkur en mér fannst þetta frekar óheppilegt orðalag í ljósi staðreynda.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?