<$BlogRSDURL$>

ágúst 04, 2006

Tá, brot og skóleysi 

Ég fór í sund í gær og tókst einhvern veginn að reka næstminnstu tána af þvílíku afli í bakkann að í dag er hún blá, bólgin og helaum. Spurning hvort hún er ekki bara brotin. Þetta orsakar aftur það að ég get ekki verið í öðrum skóm en sandölum, sem aftur henta illa til gönguferða, veiðiferða og fjallaferða sem verið var að horfa til um komandi helgi.
Mig vantar þess vegna hugmyndir að skemmmtilegum viðfangsefnum utandyra sem hægt er að stunda á sandölum. Stefnir nefnilega í þokkalegt veður um helgina.

Svo er annað, ég held að allir séu hættir að lesa bloggið mitt og því kannski engar góðar hugmyndir að hafa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?