<$BlogRSDURL$>

ágúst 15, 2006

Út og suður .... 

Ég var að horfa kynningu á þættinum "Út og suður" í ríkissjónvarpinu núna um helgina. Ég horfi sjaldan á þáttinn, en hef svona velt því fyrir mér hvort það sé virkilega til svona mikið af sérkennilegu fólki á Íslandi að það sé hægt að gera sífellt fleiri þætti með sífellt skrítnara fólki. Þar sem ég svo sá hverjir væru viðmælendur "Borgarfjarðarfíflsins", sem oft virkar nú mun skrítnari en viðmælendurnir, fékk ég dálítið áfall. Báðir viðmælendurnir voru náskyldir mér. Stella Steinþórsdóttir, en hún er bróðurdóttir móður minnar og svo Erlingur Thoroddsen, sem er systursonur föður míns.

Í dag á Haraldur bróðir minn afmæli. Til hamingju með daginn, bróðir sæll !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?