ágúst 19, 2006
Tap, en naumlega þó.
Ormsteiti hófst í gærkvöldi með hverfahátíðum og keppni milli hverfa um forljóta styttu sem ég kann engin frekari skil á. Þó okkar hverfi, Vallahreppur hinn forni, væri með frekar fámennt lið á vellinum, tókst okkur þó að ná þeim árangri að verða jöfn Fellamönnum að stigum. Það var því efnt til bráðabana í tjaldinu og þar sem allir Vallamenn voru farnir heim, nema við hjónin, urðum við að fórna okkur í þetta verkefni. Það fólst í að útvega sem hraðast umbeðna hluti frá áhorfendum. Skór nr. 38 og sólgleraugu voru auðveld miðað við lokaverkefnið, en það var að útvega kynninum rauðan brjóstahaldara. Hvað hann ætlaði að gera við hann, veit ég ekki, en okkur tókst sum sé ekki að verða okkur úti um slíkan grip. Því eru Fellamenn handhafar styttunnar góðu næsta árið. Við töpuðum með minnsta mögulegum mun, einum rauðum brjóstahaldara.
Veðrið er alveg ótrúlegt þessa dagana. Í allan dag er hitastigið búið að vera milli 22 og 25 gráður - alveg þokkalegt í seinni hluta ágúst. Og þetta á víst að halda svona áfram. Það verður ekki dónalegt að flatmaga í blíðunni og hlusta á Baggalútana spila í Neðstareitnum á morgun. Ég mæti sko örugglega þar !
Veðrið er alveg ótrúlegt þessa dagana. Í allan dag er hitastigið búið að vera milli 22 og 25 gráður - alveg þokkalegt í seinni hluta ágúst. Og þetta á víst að halda svona áfram. Það verður ekki dónalegt að flatmaga í blíðunni og hlusta á Baggalútana spila í Neðstareitnum á morgun. Ég mæti sko örugglega þar !