ágúst 14, 2006
Tíðindalaust....
Það gerist fátt þessa dagana sem í frásögur er færandi. Síðasta vika var stíf vinnuvika, eiginlega einum of. Bakið farið að mótmæla löngum setum við tölvuna. Helginni eyddum við heima hjá okkur, enda bóndinn að vakta plönturnar, sem þurfti að breiða yfir síðdegis og taka ofan af á morgnana. Það er verið að telja þeim trú um að það sé komið langt fram á haust og þær eigi að hætta að vaxa og fara að undirbúa sig undir veturinn. Við vorum að grínast með þetta að við færum á morgnana að vekja þær og svæfðum þær aftur síðdegis.
Björninn minn kom loksins heim í gærkvöldi, en hann er búinn að vera í mánaðarfríi, fyrst í Búlgaríu og síðan í Vestmannaeyjum. Hann ætlaði reyndar að koma heim strax eftir þjóðhátíð en vegna lasleika dróst það á langinn. Hann er svo að fara til Reykjavíkur í skóla um næstu helgi.
Frumburðurinn er að klára sitt úthald á Reyðarfirði núna í vikunni og ekur síðan til Hafnarfjarðar á fimmtudaginn. Hann er líka að fara í skóla.
Þá verðum við orðin ein eftir í kotinu, gömlu brýnin.
Reyndar er ég að fara í skóla líka, en það er ekki fyrr en í lok ágúst og aðeins í tvær vikur. Aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að innritast í Landbúnaðarháskóla, en svona er þetta, aldrei að vita hvar maður lendir.
Björninn minn kom loksins heim í gærkvöldi, en hann er búinn að vera í mánaðarfríi, fyrst í Búlgaríu og síðan í Vestmannaeyjum. Hann ætlaði reyndar að koma heim strax eftir þjóðhátíð en vegna lasleika dróst það á langinn. Hann er svo að fara til Reykjavíkur í skóla um næstu helgi.
Frumburðurinn er að klára sitt úthald á Reyðarfirði núna í vikunni og ekur síðan til Hafnarfjarðar á fimmtudaginn. Hann er líka að fara í skóla.
Þá verðum við orðin ein eftir í kotinu, gömlu brýnin.
Reyndar er ég að fara í skóla líka, en það er ekki fyrr en í lok ágúst og aðeins í tvær vikur. Aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að innritast í Landbúnaðarháskóla, en svona er þetta, aldrei að vita hvar maður lendir.