september 11, 2006
Ellefti september
Hver man ekki hvar hann var staddur fyrir fimm árum ? Ég sat við eldhúsborðið heima hjá mér, var að læra, vinna verkefni eða eitthvað slíkt. Bóndi minn var að bera fúavörn utan á húsið. Það var kveikt á útvarpinu og þar fóru að berast fréttir af undarlegum atburðum vestanhafs. Þegar mér varð ljóst að ekki var um eitt flugslys að ræða, heldur það sem þetta var í raun, kveikti ég á sjónvarpinu og kallaði í bóndann. Hann kom inn, og stóð útataður í fúavörn, með kústann í hendinni í töluverða stund. Það varð lítið úr námi og fúavörn þann daginn.
Ég stóð ekki við að fara að tína hrútaber í gær. Við tíndum hins vegar töluvert af aðalbláberjum og krækiberjum. Hrútaberin eru í heilmiklu magni allt í kringum húsið mitt og ég er að hugsa um að tína fyrst það sem er innan lóðamarkanna hjá mér
Ég stóð ekki við að fara að tína hrútaber í gær. Við tíndum hins vegar töluvert af aðalbláberjum og krækiberjum. Hrútaberin eru í heilmiklu magni allt í kringum húsið mitt og ég er að hugsa um að tína fyrst það sem er innan lóðamarkanna hjá mér