<$BlogRSDURL$>

október 19, 2006

Eymingjablogg 

Ég er búin að liggja í bælinu í dag og í gær - með hita, hálsbólgu og almennan eymingjaskap. Það er ekkert skemmtilegt við það. Sería 1 af LOST, sem Björninn keypti í Búlgaríu í sumar, hefur verið eina undantekningin. Ég horfði nefnilega frekar lítið á fyrstu seríuna, man ekki lengur af hverju. Það sem er sérstakt við þessa seríu er að það er hægt að fá tal á hinum ýmsu tungumálum Austur-Evrópu að ekki sé talað um alla textana sem hægt er að fá á skjáinn. Lét mér nægja ensku í þetta skiptið.
Ég hef ekki misst af neinu blíðviðri, því í gær snjóaði og rigning og rok buldi á húsinu í dag. Vonandi verður bæði heilsan og veðrið betra á morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?