október 16, 2006
Komin heim
Við gerðum góða ferð til borgarinnar. Það er allt of langt að telja upp allt sem við tökum okkur fyrir hendur og sáum, en hér eru nokkur brot:
- Kvöldverður á Argentína
- Móttaka í þvottalaugunum
- Akstur í vetnisstrætó
- Laugavegurinn genginn fram og til baka - alla leið !
- Strætóferð upp í Salahverfi
- Ömmudagur í Hafnarfirði
- Málað, sparslað og þrifið í nýju íbúð Bjarnarins í Breiðholtinu
- Heimsókn í Hamrahlíðina
- og ýmislegt fleira.
Eitt af því sem ég lenti í var að ég hitti kunningjakonu mína og með henni var vinkona hennar sem ég hef aldrei hitt áður. Kunningjakona mín sagði henni deili á okkur og við röltum saman í áttina að þvottalaugunum. Þá spurði vinkona hennar hvort ég bloggaði. Ég gat ekki neitað því, en brá nú svolítið. Þekkir öll þjóðin mig af því ég blogga ?
Maður spyr sig !
- Kvöldverður á Argentína
- Móttaka í þvottalaugunum
- Akstur í vetnisstrætó
- Laugavegurinn genginn fram og til baka - alla leið !
- Strætóferð upp í Salahverfi
- Ömmudagur í Hafnarfirði
- Málað, sparslað og þrifið í nýju íbúð Bjarnarins í Breiðholtinu
- Heimsókn í Hamrahlíðina
- og ýmislegt fleira.
Eitt af því sem ég lenti í var að ég hitti kunningjakonu mína og með henni var vinkona hennar sem ég hef aldrei hitt áður. Kunningjakona mín sagði henni deili á okkur og við röltum saman í áttina að þvottalaugunum. Þá spurði vinkona hennar hvort ég bloggaði. Ég gat ekki neitað því, en brá nú svolítið. Þekkir öll þjóðin mig af því ég blogga ?
Maður spyr sig !