október 06, 2006
Ör(a)sögur
Nanna skrifar skemmtilega um ör og æskuminningar á blogginu sínu.
Ég er alin upp í allstórum systkinahópi og eitt af því sem mér leiddist þegar ég var krakki var að ég hafði engin ör. Systir mín, ári yngri, var með þrjú ör í andlitinu eftir ýmis áföll, stóri bróðir minn eitt áberandi á kinninni o. s. frv. Sást dálítið hér og þar á okkur öllum, nema mér.
Mín meiðsli voru nefnilega handleggsbrot og annað álíka, sem bara greri og skildi ekki eftir sig nein ytri merki.
Mér hefur hins hefnst fyrir þetta og hef safnað örum um allan skrokk síðan. Andlitið hefur samt sloppið ennþá (7, 9, 13)!!
Ég er alin upp í allstórum systkinahópi og eitt af því sem mér leiddist þegar ég var krakki var að ég hafði engin ör. Systir mín, ári yngri, var með þrjú ör í andlitinu eftir ýmis áföll, stóri bróðir minn eitt áberandi á kinninni o. s. frv. Sást dálítið hér og þar á okkur öllum, nema mér.
Mín meiðsli voru nefnilega handleggsbrot og annað álíka, sem bara greri og skildi ekki eftir sig nein ytri merki.
Mér hefur hins hefnst fyrir þetta og hef safnað örum um allan skrokk síðan. Andlitið hefur samt sloppið ennþá (7, 9, 13)!!