<$BlogRSDURL$>

október 03, 2006

Vinnutörn 

Síðan síðast er ég vægast sagt búin að vera á kafi í vinnu. Var að vinna alla helgina og 12 tíma í gær. Vikan hefur því einfaldlega liðið þannig. Á laugardagskvöldið buðu góðir grannar okkur í mat, sem var hreint dásamlegt.

Ég hefði gjarnan viljað vera í bænum að hjálpa Birninum mínum og Eyjastúlkunni hans að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sem þau fengu afhenta á sunnudaginn. En því miður er enn ekki búið að finna upp aðferð til að geta verið á tveim stöðum í einu.

Fúsi, bíllinn minn, er enn á Akureyri, en ég vonast til að fá einhverjar fréttir af honum í dag. Það er komin vika síðan ég fór með hann norður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?