<$BlogRSDURL$>

nóvember 13, 2006

Home alone 

Nú er ég alein heima. Bóndinn farinn af landi brott í vinnuferð og kemur ekki heim fyrr en eftir viku.
Það er líka búið að ganga á ýmsu í veðri og samgöngum. Pabbi kom uppeftir á föstudaginn, ætlaði til Reykjavíkur, en þar sem ekki var flogið fyrr en síðdegis á laugardag, var hann hjá okkur þangað til. Í gær var svo vesen með flug líka, hliðarvindur á brautinni, seinkun og vesen, þannig að sá möguleiki að aka suður ef ekki yrði flogið, var inni í myndinni. Til þess kom þó ekki og bóndinn komst suður í gærdag.
Ég ætla að nota tímann vel, bóna nýlakkaða gólfið í herberginu, setja upp gardínur, flytja húsgögnin á sinn stað og hengja upp á veggina það sem þar skal vera.
Svo er næsta mál að flytja mig milli herbergja, tæma hjónaherbergið og byrja að vinna það undir málningu. Það ræðst svo alveg af tíma og "nennu" hvað ég kemst langt í verkefnunum.
Svo var ég að fá boðskort frá Hótel Héraði í Beaujolais Nouveau - kynningu á fimmtudagskvöldið. Rauðvín í lítravís. Boðskortið gildir fyrir tvo svo nú vantar mig einhvern til að fara með mér og svo einhvern annan til að keyra mig heim á eftir.
Býður einhver sig fram ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?