nóvember 18, 2006
Í kulda og trekki...
Það er grimmdarfrost, - 12° segir mælirinn minn og hann er sannsögull. Að öðru leyti er veðrið bara fallegt. Ég hef hins vegar alveg látið vera að fara út í dag. Búin að mála tvær umferðar yfir veggina í herberginu mínu. Á bara eftir að mála seinni umferðina í kverkar og horn og þessa erfiðu staði sem alltaf taka lengstan tíma. Ætla að gera það í kvöld. Á morgun verður svo málningarlímbandið fjarlægt, fjarlægðar slettur af gólfi og glugga, rafmagnsdósir settar á sinn stað og ljósin skrúfuð upp aftur.
Bóndinn er væntanlegur heim annað kvöld og verður þá búin að heimsækja öll norðurlöndin nema Færeyjar á einni viku. Það má þó ekki miklu skeika í fluginu til að hann missi af flugi austur annað kvöld og ef eitthvað er að marka veðurspár er þá eins líklegt að hann sitji um kyrrt í höfuðborginni í 1-2 daga. En veðurspár hafa stundum brugðist og flugáætlanir hafa stundum staðist, þannig að kannski kemst hann bara heim.
Það kemur í ljós á morgun.
Bóndinn er væntanlegur heim annað kvöld og verður þá búin að heimsækja öll norðurlöndin nema Færeyjar á einni viku. Það má þó ekki miklu skeika í fluginu til að hann missi af flugi austur annað kvöld og ef eitthvað er að marka veðurspár er þá eins líklegt að hann sitji um kyrrt í höfuðborginni í 1-2 daga. En veðurspár hafa stundum brugðist og flugáætlanir hafa stundum staðist, þannig að kannski kemst hann bara heim.
Það kemur í ljós á morgun.