<$BlogRSDURL$>

nóvember 14, 2006

Spurning ! 

Ég var að hlusta á viðtal við Árna Johnsen í útvarpinu í gær. Það er alveg ótrúlegt að heyra í manninum. Hann talaði eins og árin á Kvíabryggju væru bara óheppni, afleiðing af hans vinnubrögðum, fórnarkostnaður svo að segja. Ekki orð um að hann sæi eftir þessu framferði sínu. Ekki vottur af iðrun, hvað þá að biðja landsmenn velvirðingar á athæfinu.
Og þegar hann var spurður um hvað honum þætti um afdrif kvenna í prófkjörinu á suðurlandi, sagði hann eiginlega: Þetta er bara þeim sjálfum að kenna, þær eru ekki nógu góðar í slagnum.

Hroki, kvenfyrirlitning, sjálfumgleði og siðblinda voru orðin sem komu upp í huga minn meðan ég hlustaði á manninn.

Ég heyrði svo í morgunútvarpinu að Árni hefði tvisvar haft vetursetu í Surtsey.

Væri ekki bara rétt að flytja hann þangað aftur ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?