nóvember 16, 2006
Óveður !
Ég er að hugsa um að vera heima í dag. Nokkrar góðar ástæður:
- Undanfarna tvo daga hef ég mætt samviskusamlega í vinnuna, þrátt fyrir að vera nærri helmingi lengur en venjulega að keyra í vinnuna og svo heim aftur, sökum veðurs og færðar. Í dag er veðrið mun verra en undanfarna tvo(huh, það passar, þeir spáðu sólskini), svo ef ég verð helmingi lengur en í gær, tekur því varla að leggja af stað.
- Bíllinn minn er enn á sumardekkjum og ég hef verið að nota 4x4 bíl bóndans í fjarveru hans. Sá ágæti bíll er líka á lélegum dekkjum og engan veginn nógu öruggur.
- Ég er búin að kaupa málningu á herbergið mitt og er í miðjum klíðum að spartla og undirvinna fyrir málningu. Hef sem sagt nóg að gera hér heima.
- Ég á inni frídaga, sem ég þarf að taka út í þessum mánuði.
- Það sem ég þarf nauðsynlega að klára í vinnunni í dag, get ég gert hérna að heiman frá mér.
Niðurstaða: Verð heima
- Undanfarna tvo daga hef ég mætt samviskusamlega í vinnuna, þrátt fyrir að vera nærri helmingi lengur en venjulega að keyra í vinnuna og svo heim aftur, sökum veðurs og færðar. Í dag er veðrið mun verra en undanfarna tvo(huh, það passar, þeir spáðu sólskini), svo ef ég verð helmingi lengur en í gær, tekur því varla að leggja af stað.
- Bíllinn minn er enn á sumardekkjum og ég hef verið að nota 4x4 bíl bóndans í fjarveru hans. Sá ágæti bíll er líka á lélegum dekkjum og engan veginn nógu öruggur.
- Ég er búin að kaupa málningu á herbergið mitt og er í miðjum klíðum að spartla og undirvinna fyrir málningu. Hef sem sagt nóg að gera hér heima.
- Ég á inni frídaga, sem ég þarf að taka út í þessum mánuði.
- Það sem ég þarf nauðsynlega að klára í vinnunni í dag, get ég gert hérna að heiman frá mér.
Niðurstaða: Verð heima